Harðarson Einkaþjálfun

einkaþjálfun | fjarþjálfun | Heimaþjálfun

Einkaþjálfun

Einkaþjálfun er örugg leið að heilsusamlegu líferni. Æfingar undir handleiðslu þjálfara, leiðbeiningar um hollt mataræði, skipulag, gott aðhald og eftirfylgni eru mikilvægir leiðarpunktar í átt að bættri heilsu og betri líðan.

Fjarþjálfun

Fjarþjálfun er besta leiðin að sveigjanlegum æfingatíma. Sérsniðið æfingaprógram eftir getu hvers og eins, góðar leiðbeiningar um hollt mataræði, eftirfylgni og aðhald gefa fullkomið frelsi fyrir bættar heilsuvenjur.

Heimaþjálfun

Heima er bezt ! skemmtileg leið fyrir þá sem vilja frekar vinna í sinni heilsu og vellíðan heima. Sérsniðin prógröm sem hægt er að gera hvar sem er með engum eða lágmarks búnaði.

Einkaþjálfun

Einkaþjálfun er örugg leið að heilsusamlegu líferni. Æfingar undir handleiðslu þjálfara, leiðbeiningar um hollt mataræði, skipulag, gott aðhald og eftirfylgni eru mikilvægir leiðarpunktar í átt að bættri heilsu og betri líðan.

Fjarþjálfun

Fjarþjálfun er besta leiðin að sveigjanlegum æfingatíma. Sérsniðið æfingaprógram eftir getu hvers og eins, góðar leiðbeiningar um hollt mataræði, eftirfylgni og aðhald gefa fullkomið frelsi fyrir bættar heilsuvenjur.

Heimaþjálfun

Heima er bezt ! skemmtileg leið fyrir þá sem vilja frekar vinna í sinni heilsu og vellíðan heima. Sérsniðin prógröm sem hægt er að gera hvar sem er með engum eða lágmarks búnaði.

Harðarson

Hverjir erum við og hvað getum við gert fyrir þig ?

Við bræðurnir erum báðir lærðir þjálfarar og höfum alla okkar tíð lagt stund á einhverjar æfingar og komið þar víða við.  Lengst af var það þó sundið sem mest var lagt kapp á í æsku og á það við um okkur báða.  Við erum mjög samstíga í okkar markmiðum og í sameiningu aðstoðum við þig að nálgast þín markmið skipulega og af skynsemi.

Öll okkar prógröm eru sniðin að þínum þörfum og þinni getu. Hvort sem þú vilt æfa í sal eða heima í stofu eða hvar sem þér hentar best, erum við með rétta prógramið fyrir þig. 

Betri heilsa | Jákvæð sjálfsmynd | Andleg vellíðan

Öll hreyfing er mikilvæg. Dagleg hreyfing og útivist göfgar andann og bætir heilsu og vellíðan. Allir geta fundið sér einhverja hreyfingu við hæfi, við megum ekki festast í þeirri hugsun að heilbrigður lífstíll einskorðist við að mæta bara í salinn og lyfta lóðum. Hreyfing og heilbrigður lífstíll er fyrir alla óháð stærð, þyngd, getu, þoli, allir verða að byrja einhversstaðar. Út að ganga með fjölskyldunni, viðra hundinn, úti að leika með börnunum í snjónum, fjallganga, skokk, maraþon, boltaíþróttir með góðum vinum. Farið út með skóflu og hjálpið grannanum að moka út bílinn, þetta er allt gott og gilt. Möguleikarnir eru endalausir, það er bara að taka fyrstu skrefin og við hjálpum þér með það, við aðstoðum þig sama hver áhugmálin eru og sama á hvaða stigi þú ert, byrjandi eða lengra komin, hvort sem þú vilt æfa heima, hefur áhuga á útivist eða vantar gott æfingaprógram í salinn, þá erum við hér til að aðstoða þig á leiðinni að heilbrigðari lífsstíl.